Frítímaslys

Frítímaslys

Oft er til staðar trygging sem tryggir rétt til bóta vegna frítímaslysa, allt eftir skilmálum hverrar tryggingar fyrir sig. Ef slík trygging er ekki í gildi er almennt ekki til staðar réttur til bóta vegna frítímaslysa.

Heimilistryggingar, fjölskyldutryggingar og greiðslukortatryggingar ýmiss konar taka oft til slysa sem verða heima við, á ferðalögum og við aðrar aðstæður.

Einnig getur verið til staðar bótaréttur úr sérstökum slysatryggingum sem keyptar hafa verið og eru þessar bætur þá í samræmi við skilmála þeirra trygginga.

Þá getur tjón einnig fallið undir slysatryggingu launþega, ef viðkomandi kjarasamningur hefur ákvæði um bætur vegna slysa í frítíma.

Mörg sveitar- og íþróttafélög hafa keypt slysatryggingar fyrir börn, sem eru í skólum eða tómstundastarfi á þeirra vegum. Börn sem slasast í skóla eða í frístundastarfi á vegum sveitar- eða íþróttafélags geta því átt rétt til bóta úr slíkri slysatryggingu.

Hvað fæst bætt?

Frítímaslysatrygging

Misjafnt er hvað fæst bætt út frá skilmálum hverrar og einnar tryggingar.

Lækniskostnaður, kostnaður sjúkrabifreiða, lyfjakostnaður, sjúkraþjálfunarkostnaður o.fl. er bættur í sumum frítímaslysatryggingum að vissu marki.

Í frítímaslysatryggingum eru almennt greiddar bætur fyrir varanlegt líkamlegt tjón sem er metið út frá miskabótatöflu örorkunefndar. Bæturnar reiknast sem hlutfall af heildarfjárhæð sem er almennt tilgreind á vátryggingarskírteini hverju sinni.

Dagpeningar oft innifaldir og greiddir skv. fjárhæðum í vátryggingarskírteini vegna tímabundinnar óvinnufærni.

Í frítímaslysum greiðir viðkomandi tryggingafélag almennt ekki fyrir lögmannsþjónustu. Uppgjör kostnaðar fer fram við lokauppgjör málsins þegar greiðsla berst frá tryggingafélagi. Engin þóknun greidd ef engar bætur fást greiddar.

Í frítímaslysum greiðir viðkomandi tryggingafélag almennt ekki fyrir lögmannsþjónustu. Uppgjör kostnaðar fer fram við lokauppgjör málsins þegar greiðsla berst frá tryggingafélagi. Engin þóknun greidd ef engar bætur fást greiddar.

Sólarhringstrygging vinnuveitanda

Hjá sumum atvinnurekendum getur verið í gildi slysatrygging launþega utan vinnustaðar og vinnutíma. Kanna þarf hverju sinni hvort slík trygging sé í gildi vegna frítímaslyss og hvað fæst þar bætt. Almennt getur réttur í slíkri tryggingu náð til sambærilegra bóta og samkvæmt slysatryggingu launþega vegna hefðbundins vinnuslyss.
Scroll to Top