Íþróttaslys
Íþróttaslys
Mörg sveitar- og íþróttafélög hafa keypt slysatryggingar fyrir börn, sem eru í skólum eða tómstundastarfi á þeirra vegum. Börn sem slasast í skóla eða í frístundastarfi á vegum sveitar- eða íþróttafélags geta því átt rétt til bóta úr slíkri slysatryggingu.
Jafnframt hafa mörg íþróttafélög keypt slysatryggingar fyrir iðkendur sína og geta iðkendur á vegum íþróttafélaga því átt rétt til bóta úr slíkri slysatryggingu vegna slysa sem verða á æfingum eða við keppni á vegum íþróttafélagsins.
Réttur til bóta samkvæmt slíkum slysatryggingum fer samkvæmt skilmálum viðkomandi tryggingar. Oftast er rétturinn sambærilegur því sem tíðkast í frítímaslysatryggingum.