Líkamsárás, kynferðisbrot o.fl.

Líkamsárás, kynferðisbrot o.fl.

Þolendur líkamsárása, kynferðisbrota og annarra brota gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940 eiga oft rétt á bótum. Greiðsluskyldur aðili er almennt gerandi brotsins en í alvarlegri tilvikum getur hin slasaði átt rétt á greiðslu bóta úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun bótanefndar. Lögmaður þinn sér þá um að innheimta bætur úr ríkissjóði og skilar þeim til þín.

Lækniskostnaður, kostnaður sjúkrabifreiða, lyfjakostnaður, sjúkraþjálfunarkostnaður að vissu marki, tjón á fatnaði, munum o.fl.

Miðast við þann tíma sem hinn slasaði telst vera veikur vegna slyss.

Miðast við skerðingu á lífsgæðum hins slasaða. Í líkamsárásarmálum og kynferðisbrotamálum er þetta oftast stærsti hluti bótanna.

Bætur fyrir framtíðartekjutap og reiknast út frá aldri hins slasaða og fyrri tekjum.

Tímabundið tekjutap vegna óvinnufærni eftir að réttur til veikindalauna hjá vinnuveitanda hefur verið fullnýttur.

Ef um er að ræða t.d. alvarlega líkamsárás eða kynferðisbrot getur hinn slasaði átt rétt á að fá tilnefndan réttargæslumann úr hópi lögmanna til að gæta hagsmuna sinna við rannsókn lögreglu og við rekstur máls fyrir dómi.

Ef lögmaður er skipaður réttargæslumaður fæst kostnaður greiddur af ríkinu. Í öðrum tilvikum er krafa um bætur fyrir lögmannsþóknun hluti af þeirri skaðabótakröfu sem lögmaður setur fram.

Annars konar fjártjón getur einnig fengist bætt.

Scroll to Top