Umferðarslys
Umferðarslys
Á Íslandi hvílir sú skylda á eigendum ökutækja að ábyrgðartryggja ökutæki sín og ökumann ökutækis. Réttur þess sem slasast í umferðarslysi er mjög ríkur á Íslandi. Það er útbreiddur misskilningur að fólk sem slasast í umferðarslysi eigi ekki rétt á bótum sé það í „órétti“. Skyldutryggingar sem þessar gilda jafnt fyrir alla þá sem fyrir tjóni verða hvort sem þeir bera sök á tjóninu eða ekki. Mikilvægt er að þeir sem slasast í umferðarslysum leiti réttar síns þótt tjónið kunni í upphafi að virðast smávægilegt.
Hvað fæst bætt?
Lækniskostnaður, kostnaður sjúkrabifreiða, lyfjakostnaður, sjúkraþjálfunarkostnaður að vissu marki, tjón á fatnaði, munum o.fl.
Miðast við þann tíma sem hinn slasaði telst vera veikur vegna slyss.
Miðast við skerðingu á lífsgæðum hins slasaða.
Bætur fyrir framtíðartekjutap og reiknast út frá aldri hins slasaða og fyrri tekjum.
Tímabundið tekjutap vegna óvinnufærni eftir að réttur til veikindalauna hjá vinnuveitanda hefur verið fullnýttur.
Í umferðarslysum greiðir viðkomandi tryggingafélag lögmannsþjónustuna að hluta. Uppgjör kostnaðar fer fram við lokauppgjör málsins þegar greiðsla berst frá tryggingafélagi. Engin þóknun greidd ef engar bætur fást greiddar.
Annars konar fjártjón getur einnig fengist bætt.