Vinnuslys
Vinnuslys
Almennt er réttur til bóta vegna vinnuslysa tryggður í slysatryggingu launþega.
Jafnframt getur verið til staðar réttur í ábyrgðartryggingu vinnuveitanda ef t.d. skort hefur á viðunandi öryggi og umgjörð á vinnustað, leiðbeiningar eða annað sem leitt getur til bótaskyldu vinnuveitanda.
Hvað fæst bætt?
Slysatrygging launþega
Misjafnt er hvað fæst bætt út frá skilmálum launþegatryggingar og kjarasamningum:
Í slysatryggingu launþega eru almennt greiddar bætur fyrir varanlegt líkamlegt tjón sem er metið út frá miskabótatöflu örorkunefndar. Bæturnar reiknast sem hlutfall af heildarfjárhæð sem er almennt tilgreind á í kjarasamningum eða vátryggingarskírteini hverju sinni.
Dagpeningar almennt innifaldir og greiddir skv. fjárhæðum í kjarasamningum eða vátryggingarskírteini vegna tímabundinnar óvinnufærni eftir að réttur til veikindalauna hjá vinnuveitanda hefur verið fullnýttur.
Ábyrgðartrygging vinnuveitanda:
Lækniskostnaður, kostnaður sjúkrabifreiða, lyfjakostnaður, sjúkraþjálfunarkostnaður að vissu marki, tjón á fatnaði, munum o.fl.
Miðast við þann tíma sem hinn slasaði telst vera veikur vegna slyss.
Miðast við skerðingu á lífsgæðum hins slasaða.
Bætur fyrir framtíðartekjutap og reiknast út frá aldri hins slasaða og fyrri tekjum.
Tímabundið tekjutap vegna óvinnufærni eftir að réttur til veikindalauna hjá vinnuveitanda hefur verið fullnýttur.
Í umferðarslysum greiðir viðkomandi tryggingafélag lögmannsþjónustuna að hluta. Uppgjör kostnaðar fer fram við lokauppgjör málsins þegar greiðsla berst frá tryggingafélagi. Engin þóknun greidd ef engar bætur fást greiddar.
Annars konar fjártjón getur einnig fengist bætt.